Kristín Berta opnaði nuddstofuna Birtu Heilsu í júní í fyrra.
Kristín Berta opnaði nuddstofuna Birtu Heilsu í júní í fyrra. — Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

Líf hennar tók snarpa U-beygju, alls ekki áfallalausa, fyrir örfáum árum þegar hún elti gamlan draum sinn og skráði sig í nám á heilsunuddbraut Heilbrigðisskólans, sem er innan veggja Fjölbrautaskólans í Ármúla, eftir ríflega 20 ára starf í banka. Námstíminn gekk alls ekki snurðulaust fyrir sig, en þrátt fyrir að námið gengi vel hafði hún jafnframt um annað og alvarlegra að hugsa. Að loknu fyrsta ári í skólanum greindist hún með brjóstakrabbamein, sem hefði auðveldlega getað sett allt líf hennar úr skorðum, en hún var staðráðin í að leyfa því ekki að gerast, heldur barðist hún eins og hetja við þennan skelfilega vágest og útskrifaðist sem heilsunuddari fimmtug að aldri.

Kristín Berta er gift tveggja barna móðir og segir að þau sem standi henni nærri fullyrði að hún hafi aldrei verið eins lífsglöð og kröftug eftir að hún fann sína hillu í lífinu og fór að starfa við að hjálpa öðrum í gegnum nuddið.

...