Á nýju ári er margt spennandi á döfinni. Samstarfið við University of the Highlands and Islands (UHI) tekur mest af orku minni þessa dagana enda skráning í námið í fullum gangi. Skólinn hefst 20. janúar og það er enn hægt að láta skrá sig í það. Þar má helst nefna MBA-námið sem við höfum boðið upp á í 100% fjarnámi í gegnum UHI frá árinu 2020 með frábærum árangri og svo er það meistaranám í mannauðsstjórnun og diplóma í leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu. Síðan erum við að bæta enn frekar úrvalið með 100% fjarnámi í gegnum UHI með meistaranámi í verkfræði og meistaragráðu í sjálfbærni á fimm mismunandi línum,“ segir Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri Símenntunar Háskólans á Akureyri (SMHA). „Starf mitt snýst um að markaðssetja Símenntun Háskólans á Akureyri og að efla menntun og hæfni á Íslandi í gegnum spennandi námskeið, námsáætlanir og samstarfsverkefni við erlenda háskóla,“ segir hún.
...