„Góðir kennarar eru fagmenn með djúpa þekkingu hver á sínu fagsviði sem og í uppeldis- og kennslufræðum, kennslukonur og kennslukarlar, hjartahlýjar og hæfileikaríkar manneskjur en alls ekki allar steyptar í sama mót.“
Kristín Jónsdóttir segir að möguleikar til starfsþróunar séu miklir á kennslusviðinu.
Kristín Jónsdóttir segir að möguleikar til starfsþróunar séu miklir á kennslusviðinu. — Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Haustið 1990 fór ég úr ferðabransanum í hagnýta fjölmiðlun sem var ný námsleið á meistarastigi við Háskóla Íslands og svo þaðan beint í kennsluréttindanámið. Ég hafði áttað mig á að fræðsluhliðin á fjölmiðlun er sérlega spennandi og síðan þá hef ég helgað mig menntamálum. Haustið 1992 fór ég að kenna íslensku í Langholtsskóla og kenndi þar og stýrði unglingadeildinni um árabil. Ég fékk mörg tækifæri til sköpunar og skólaþróunar með góðu samstarfsfólki.“ Hún bætir við að nú sé mikið rætt um netnám og fjarnám og minnist þróunarverkefnis sem hún tók þátt í árin 2001-2003 sem snerist um að kenna valgreinar á netinu. „Við vorum í þessu nokkrir kennarar úr Langholtsskóla, Fellaskóla og Rimaskóla. Unglingunum okkar gafst kostur á að velja á milli valgreina í hljóðvinnslu, kvikmyndasögu, hagnýtri stærðfræði og skapandi skrifum en það námskeið kenndi ég sjálf. Meðal annars spunnum við leikrit á umræðuþræði vikum saman þar sem hver nemandi tók sér

...