Þegar greinarhöfundur skildi síðast við gallabuxnadramað mikla í New York var Magnús Carlsen á leið út úr heimsmeistaramótinu en það átti eftir að breytast. Fyrrverandi heimsmeistari og nú einn af varaforsetum FIDE, Viswanathan Anand, settist niður…
Allt undir Magnús Carlsen (t.h.) fylgist með Ju Wenjun frá Kína sem varð heimsmeistari kvenna í hraðskák.
Allt undir Magnús Carlsen (t.h.) fylgist með Ju Wenjun frá Kína sem varð heimsmeistari kvenna í hraðskák.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Þegar greinarhöfundur skildi síðast við gallabuxnadramað mikla í New York var Magnús Carlsen á leið út úr heimsmeistaramótinu en það átti eftir að breytast. Fyrrverandi heimsmeistari og nú einn af varaforsetum FIDE, Viswanathan Anand, settist niður með Norðmanninum og náði samkomulagi um þátttöku hans í hraðskákkeppninni.

Þessum málalokum var víða tekið fagnandi og ríkasti maður heims, Elon Musk, „tísti“ merku slanguryrði: Magnus is based, þ.e. einstaklingur sem lætur ekki vaða ofan í sig og lætur álit annarra sig engu skipta. Hvað um það. Magnús mætti til leiks í fyrstu umferð hraðskákkeppninnar íklæddur gallabuxum, að vísu mínútu of seinn en vann nú

...