Leikstjórinn Justin Baldoni hefur lagt fram kæru á hendur The New York Times vegna skrifa miðilsins um samskipti hans við leikkonuna Blake Lively á tökustað myndarinnar It Ends With U s
Justin Baldoni
Justin Baldoni

Leikstjórinn Justin Baldoni hefur lagt fram kæru á hendur The New York Times vegna skrifa miðilsins um samskipti hans við leikkonuna Blake Lively á tökustað myndarinnar It Ends With Us.

Baldoni krefst 250 milljóna bandaríkjadala í miskabætur, en það nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Er Baldoni hluti af tíu manna hópi sem allir hafa kært miðilinn fyrir ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífsins í kjölfar umfjöllunarinnar sem birt var þann 21. desember.

Baldoni og félagar saka The New York Times um að hafa miðlað samskiptum þeirra við Lively á ósanngjarnan hátt og tekið hluti úr samhengi. Talsmaður miðilsins hefur hins vegar sagt umfjöllunina unna af vandvirkni og ábyrgð og stefnt sé að því að verjast málsókninni af fullum krafti.