Knattspyrnumaðurinn Ólafur Guðmundsson er genginn til liðs við norska félagið Aalesund frá FH. Skrifaði hann undir þriggja ára samning, til loka ársins 2027. Aalesund, sem leikur í norsku B-deildinni, kaupir Ólaf af FH. Hann er 22 ára miðvörður sem á 80 leiki að baki í efstu deild fyrir FH, þar sem Ólafur skoraði sjö mörk. Hjá Aalesund hittir Ólafur fyrir jafnaldra sinn Davíð Snæ Jóhannsson, sem einnig var keyptur til félagsins frá FH.