Stundum dettum við í níðþunga „industrial“-kafla, því næst í píanódrifna, afar melódíska söngkafla og loks í organdi fiðlusóló. „Moonhell“ er voldugt, afdráttarlaust, epískt. „O Solitude“ ægifagurt.
Þrenna Isabelle Lewis er samstarfsvettvangur þriggja ólíkra tónlistarmanna.
Þrenna Isabelle Lewis er samstarfsvettvangur þriggja ólíkra tónlistarmanna. — Ljósmynd/Anna Maggý

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það er Bedroom Community, hið framsækna merki sem Valgeir stofnsetti fyrir margt löngu ásamt fleirum, sem gefur út. Valgeir semur og upptökustýrir, Benjamin syngur með kontratenórröddu og Elisabeth leikur á fiðlu og var Greetings frumflutt í nútímatónlistarhöllinni Ancienne Belgique í Brussel 23. október síðastliðinn.

Isabelle Lewis er skálduð manneskja þar sem listræn sýn þríeykisins mætist í einum skurðpunkti. Ópera, klassík og raftónlist hjálpast að við að mynda einn kraftmikinn seyð og ég segi ykkur það strax; þetta virkar (er með plötuna á „blasti“ akkúrat núna).

Benjamin Abel Meirhaeghe kontratenór er einnig listrænn

...