„Standið á leikmannahópnum er ágætt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska liðsins í Víkinni í Fossvogi í gær
HM 2025
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Standið á leikmannahópnum er ágætt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska liðsins í Víkinni í Fossvogi í gær.
Formlegur undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið í Króatíu, Danmörku og Noregi hófst á dögunum, en Ísland leikur í G-riðli keppninnar í Zagreb í Króatíu ásamt Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum.
Íslenska liðið heldur af landi brott í næstu viku og mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í aðdraganda HM, í Kristianstad þann 9. janúar og í Malmö þann 11. janúar. Fyrsti leikur Íslands á HM er svo gegn Grænhöfðaeyjum þann 16. janúar.
...