Í nýútkomnum dagbókum hefur Ólafur Ragnar Grímsson margt eftir mönnum og iðulega í óþökk þeirra. Hann nafngreinir til dæmis lagaprófessor í Háskóla Íslands, sem hafi sagt sér, að Þorvaldur Gylfason, áhugamaður um stjórnarskrárumrót, líktist helst „svindlurunum í ætt föður síns“.
Hér er átt við alræmdan svikahrapp, Björn Gíslason, afabróður Þorvaldar, en um hann samdi Ragnheiður Jónsdóttir skáldsögu árið 1945, Í skugga Glæsibæjar. Var hann einn af „filisteunum“, sem Jónas frá Hriflu skrifaði um frægan greinaflokk árið 1915. Þegar Björn var kominn á Hrafnistu eftir róstusama ævi, spurði blaðamaður, hvernig honum líkaði vistin. „Vel, svo lengi sem maður getur látið eitthvað illt af sér leiða!“
Þorvaldur brást við dagbókunum á Snjáldru (Facebook) og sagði Ólaf Ragnar
...