Sveinbjörn Kristjánsson fæddist 19. mars 1951. Hann lést 13. desember 2024.
Útför fór fram 2. janúar 2025.
Elsku besti pabbi.
Svo skrýtið að þú sért farinn, lífið heldur áfram sinn vanagang en eins og þú sagðir alltaf: Það er tvennt vitað með vissu, maður fæðist í þennan heim og deyr.
Það var svo mikið öryggi að vita að maður gat ávallt hringt í þig og heimsótt ef eitthvert vandamál kom upp á, alltaf svo traustur og hjartahlýr og með lausnir á öllu mögulegu sama hvað. Ég hef oft leitt hugann að því að ef þú hefðir gengið lengra menntaveginn værir þú yfirverkfræðingur hjá NASA, því hugvit þitt jafnt sem verkvit var einstakt.
Þú mættir öllum verkefnum af skynsemi og stóískri ró, eiginleiki sem mig vantar oft á tíðum, því ég
...