Freyr Alexandersson er orðaður við starf knattspyrnuþjálfara karlaliðs Brann í Noregi. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Bergens Tidende er Freyr, sem var rekinn frá Kortrijk í Belgíu í síðasta mánuði, ofarlega á lista yfir þá sem koma til greina hjá…
Freyr Alexandersson er orðaður við starf knattspyrnuþjálfara karlaliðs Brann í Noregi. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Bergens Tidende er Freyr, sem var rekinn frá Kortrijk í Belgíu í síðasta mánuði, ofarlega á lista yfir þá sem koma til greina hjá Brann eftir að Eirik Horneland fór frá félaginu og tók við Saint-Étienne í Frakklandi. Að sögn BT hefur Brann, sem hefur hafnað í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár, þegar rætt við Frey.