Listahópurinn Þrjátíu fingurgómar fagnar útgáfu bókar og tónlistar með ljóðum úr ljóðsögunni Mörsugur með tónleikum í dag, 4. janúar, í Norræna húsinu. Þar mun Heiða Árnadóttir söngkona flytja verkið í heild sinni en viðburðurinn hefst kl. 16.
Mörsugur er ópera fyrir rödd með rafhljóðum og myndbandsverki, byggð á ljóðsögu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Verkið er unnið í samsköpunarferli Ásbjargar Jónsdóttur tónskálds og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur ljóðskálds og tónskálds, segir í tilkynningu. Þá fylgir óperunni myndbandsverk eftir Ásdísi Birnu Gylfadóttur. Verkið var frumflutt í Hörpu árið 2023 og hlaut tvær Grímutilnefningar, fyrir tónlistina og sönginn, en Heiða hlaut Grímuverðlaunin fyrir sönginn í verkinu.
„Ljóðsagan er brotakennd frásögn með útúrdúrum sem gerist í
...