Listahópurinn Þrjátíu fingurgómar fagnar útgáfu bókar og tónlistar með ljóðum úr ljóðsögunni Mörsugur með tónleikum í dag, 4. janúar, í Norræna húsinu. Þar mun Heiða Árnadóttir söngkona flytja verkið í heild sinni en viðburðurinn hefst kl
Tríó Ásbjörg, Heiða og Ragnheiður.
Tríó Ásbjörg, Heiða og Ragnheiður.

Listahópurinn Þrjátíu fingurgómar fagnar útgáfu bókar og tónlistar með ljóðum úr ljóðsögunni Mörsugur með tónleikum í dag, 4. janúar, í Norræna húsinu. Þar mun Heiða Árnadóttir söngkona flytja verkið í heild sinni en viðburðurinn hefst kl. 16.

Mörsugur er ópera fyrir rödd með rafhljóðum og myndbandsverki, byggð á ljóðsögu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Verkið er unnið í samsköpunarferli Ásbjargar Jónsdóttur tónskálds og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur ljóðskálds og tónskálds, segir í tilkynningu. Þá fylgir óperunni myndbandsverk eftir Ásdísi Birnu Gylfadóttur. Verkið var frumflutt í Hörpu árið 2023 og hlaut tvær Grímutilnefningar, fyrir tónlistina og sönginn, en Heiða hlaut Grímuverðlaunin fyrir sönginn í verkinu.

„Ljóðsagan er brotakennd frásögn með útúrdúrum sem gerist í

...