Afmælistónleikar Tvennir tónleikar verða haldnir í Hörpu í dag.
Afmælistónleikar Tvennir tónleikar verða haldnir í Hörpu í dag.

Gunnar Þórðarson er fæddur 4. janúar 1945 á Hólmavík og ólst þar upp fyrstu árin, en flutti síðan með fjölskyldu sinni þaðan til Keflavíkur. Til Reykjavíkur flutti hann svo 1968 og hefur átt þar heima síðan.

Tónlistarsaga Gunnars er löng og óvenjuglæsileg. Hann byrjaði í skólahljómsveit í Keflavík 1961 og eftir að þeir félagar Gunni og Rúnar stofnuðu Hljóma 1963 varð ekki aftur snúið. Fyrsta smáskífa þeirra með lögunum Bláu augun þín og Fyrsti kossinn, eftir Gunnar, kveikti síðan neista, sem enn logar.

Hljómar voru starfandi 1962-1969 og voru ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Síðan tók hljómsveitin Trúbrot við 1969-1973. Sú hljómsveit spilaði framsækna rokktónlist og er platan Lifun, sem er ein fjögurra hljómplatna sveitarinnar, iðulega nefnd ein allra besta plata Íslandssögunnar. Síðan hefur Gunnar verið í hinum ýmsu hljómsveitum eins

...