Fransk-bandaríska leikkonan og leikstjórinn Julie Delpy mun hljóta heiðursverðlaunin Drekann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Í frétt Variety er hátíðin sögð stærsti sjónvarps- og kvikmynda­viðburður á Norðurlöndunum, en hún fer að þessu sinni fram 24
Julie Delpy
Julie Delpy

Fransk-bandaríska leikkonan og leikstjórinn Julie Delpy mun hljóta heiðursverðlaunin Drekann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Í frétt Variety er hátíðin sögð stærsti sjónvarps- og kvikmynda­viðburður á Norðurlöndunum, en hún fer að þessu sinni fram 24. janúar til 3. febrúar.

Delpy tekur við verðlaununum 29. febrúar og mun um leið kynna nýjustu mynd sína, Meet the Barbarians. Hún er þekktust fyrir hlutverk í myndum á borð við Three Colors: White og þrí­leiknum Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Þá hefur hún leikstýrt myndunum 2 Days in Paris og Lolo.