Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eva Hrönn Guðnadóttir, sem fengið hefur tvenn verðlaun fyrir jólaskreytingar utanhúss, segir í samtali við Morgunblaðið að aldrei sé of mikið skreytt fyrir jólin. Hún segir að nokkur veitingahús hafi nú þegar lagt inn pantanir fyrir næstu jól. „Ég sé fram á að hafa nóg að gera í jólaskreytingum næsta haust. Það er orðið fullbókað. Það er fínt að taka sér frí frá tölvunni og byrja að skreyta á þessum árstíma,“ segir Eva og brosir.
Spurð að því hvort rétt sé að kalla hana sérfræðing í jólaskreytingahönnun segir hún að það sé kannski fullmikið sagt. „Ég er grafískur hönnuður og rek mína eigin hönnunarstofu, Kríu. Forsagan að þessum skreytingum, sem gerðar voru fyrir Apótekið og svo fyrir Fálkahúsið þar sem Sæta svínið, Fjallkonan og Tipsý
...