Andri Rafn Yeoman, reyndasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur samið að nýju við Kópavogsfélagið til eins árs. Andri, sem er 32 ára, hefur leikið allan sinn feril með Breiðabliki og unnið alla fjóra stóru titlana í sögu…
Andri Rafn Yeoman, reyndasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur samið að nýju við Kópavogsfélagið til eins árs. Andri, sem er 32 ára, hefur leikið allan sinn feril með Breiðabliki og unnið alla fjóra stóru titlana í sögu þess, Íslandsmeistaratitilinn 2010, 2022 og 2024 og bikarmeistaratitilinn árið 2009. Hann er leikjahæstur í sögu Breiðabliks með samtals 470 mótsleiki og í efstu deild karla með 297 leiki.