Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Guðaveigar ★★½·· Leikstjórn: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Handrit: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Aðalleikarar: Hilmir Snær Guðnason, Vivian Ólafsdóttir, Halldór Gylfason, Þröstur Leó Gunnarsson og Sverrir Þór Sverrisson. Ísland, 2024. 93 mín.
Guðaveigar Myndin fjallar um fjóra presta sem halda til Spánar á vegum Þjóðkirkjunnar í leit að nýju messuvíni.
Guðaveigar Myndin fjallar um fjóra presta sem halda til Spánar á vegum Þjóðkirkjunnar í leit að nýju messuvíni.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Guðaveigar er ný íslensk kvikmynd eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, en þeir eru einnig sameiginlegir leikstjórar og handritshöfundar Síðustu veiðiferðarinnar (2020) og Allra síðustu veiðiferðarinnar (2022), sem eru feykivinsælar myndir hérlendis. Örn Marinó og Þorkell framleiða eigin myndir en einnig margar gamanmyndir eftir aðra leikstjóra eins og til dæmis Fullt hús (Sigurjón Kjartansson, 2024), Saumaklúbbinn (Gagga Jónsdóttir, 2021) og Ömmu Hófí (Gunnar Björn Guðmundsson, 2020). Allar þessar myndir eru ódýrar en skemmtilegar gamanmyndir sem gleðja Íslendinga í skammdeginu og því er ekki furða að Íslendingar hópist í bíó á myndirnar.

Eins og

...