Nýlega horfði ég, mikill Friends-aðdáandi, á Netflix-seríuna No Good Deed. Þar fer Lisa Kudrow með aðalhlutverk þar sem hún færir sig áreynslulaust frá ástsælum grínhlutverkum yfir í dekkra, blæbrigðaríkara hlutverk
Magnea Marín Halldórsdóttir
Nýlega horfði ég, mikill Friends-aðdáandi, á Netflix-seríuna No Good Deed. Þar fer Lisa Kudrow með aðalhlutverk þar sem hún færir sig áreynslulaust frá ástsælum grínhlutverkum yfir í dekkra, blæbrigðaríkara hlutverk.
Þáttaröðin ögrar ekki einungis siðferði áhorfenda heldur einnig skynjun þeirra á eðli góðvildar og frjálsum vilja. Fylgst er með hjónunum Paul og Lydíu reyna að selja húsið sitt eftir mikinn harmleik innan fjölskyldunnar.
Við sjáum þau fylgjast með hugsanlegum kaupendum í gegnum öryggismyndavélar er þeir skoða vandlega uppgert heimilið. Á meðan deila þau sín á milli um framtíðina og leita leiða til að komast hjá fjárkúgunarhótunum. Þá eru, á opnu húsi hjónanna, kynntar þrjár ólíkar fjölskyldur sem
...