Magnús Halldórsson heyrði fregnir af sæstrengjum til og frá landinu og fælingarmætti NATO á meðan hann maulaði reyktan og vel saltaðan sauðabringukoll. „Kona mín var í ham á öðru sviði og flutti mér viðvaranir varðandi ofneyslu á söltu og…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Magnús Halldórsson heyrði fregnir af sæstrengjum til og frá landinu og fælingarmætti NATO á meðan hann maulaði reyktan og vel saltaðan sauðabringukoll. „Kona mín var í ham á öðru sviði og flutti mér viðvaranir varðandi ofneyslu á söltu og reyktu, nefndi mér líka nokkur dæmi um afleiðingar,“ skrifar hann og bætir við:
Ef borða ég saltað sauðaspik,
þá syngur í bústýru hátt.
Hún segir það kalla á súran fnyk
og sérlegan fælingarmátt.
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:
Margur hann í hljóði ber,
heiti á sveitabænum,
...