Hvenær kemur Alþingi saman? er spurning sem ég fæ oft þessa dagana. Áður en henni er svarað er nauðsynlegt að fjalla svolítið um lagaumgjörð kosninga hér á landi.
Ný kosningalög voru samþykkt á Alþingi í júní 2021 og gengu í gildi 1. janúar 2022. Þá lauk heildarendurskoðun sem staðið hafði yfir um árabil en allt frá árinu 2009 höfðu margvíslegar ábendingar borist um nauðsyn hennar, meðal annars frá Mannréttinda- og lýðræðisstofnun Evrópu (ÖSE). Þegar þáverandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, mælti fyrir frumvarpinu sagði hann það einkennast af tveimur þáttum: „Annars vegar nýju skipulagi stjórnsýslu kosningamála og hins vegar breytingum sem hafa það að markmiði að einfalda regluverk um framkvæmd kosninga og tryggja réttindi kjósenda.“
Fern lög urðu að einum lagabálki við afgreiðslu nýju laganna. Einnig var ákveðið að skrifa útfærslu
...