Guðjón Heiðar Jónsson, vélfræðingur, fæddist 28. október 1932 í Reykjavík. Hann lést þar eftir stutt veikindi 92 ára að aldri 4. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Auðbjörg Jónsdóttir, forstöðukona hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur, f. 8. ágúst 1907 á Skeiðflöt í Mýrdal, d. 23. nóvember 2008, og Jón Pétursson, einn stofnenda Strætisvagna Reykjavíkur og vagnstjóri, f. 25. desember 1901 að Stóru Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, d. 23. maí 1937. Yngri bróðir Guðjóns Heiðars var Ólafur Þorsteinn Jónsson, óperusöngvari, f. 5. mars 1936 í Reykjavík, d. 13. mars 2012. Ekkja Ólafs Þorsteins er Jóhanna Sigursveinsdóttir.
1954 trúlofaðist og 1956 giftist Guðjón Heiðar Kristínu Ólafsdóttur, f. 4. nóvember 1931, d. 3. júní 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurdrífa Jóhannsdóttir. f. 1911, d. 2010. og Ólafur Pálsson, f. 1903, d. 1953. Kristín starfaði
...