Ég prjóna eitthvað flestalla daga, enda finnst mér það rosalega skemmtilegt. Að prjóna er mitt aðaláhugamál og það er mitt jóga. Ég veit ekkert betra en að setjast niður með prjónana mín og hlusta á sögu, það er á við bestu hugleiðslu
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég prjóna eitthvað flestalla daga, enda finnst mér það rosalega skemmtilegt. Að prjóna er mitt aðaláhugamál og það er mitt jóga. Ég veit ekkert betra en að setjast niður með prjónana mín og hlusta á sögu, það er á við bestu hugleiðslu. Ég prjóna ekkert endilega lengi í einu, en ég er alltaf með eitthvað í körfu sem ég gríp í,“ segir Helga Sigurðardóttir sem tekur prjónana alltaf með sér í ferðalög til útlanda, grípur í þá á svölum eða við sundlaugarbakka.
„Við hjónin eigum húsbíl sem við ferðumst á um Ísland og þá eru prjónar alltaf með í för, enda finnst mér sérstaklega notalegt að prjóna í húsbílnum í útilegum,“ segir Helga sem prjónar gjarnan barnaföt, enda finnst henni það
...