Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörðurinn efnilegi í knattspyrnu sem leikur með Inter Mílanó, er orðin mjög eftirsótt eftir góða frammistöðu á Ítalíu í vetur. Hún er þar í láni frá Bayern München en samkvæmt heimildum mbl.is vilja þýsku meistararnir framlengja samninginn. Inter vill kaupa hana af Bayern, toppliðið Juventus hefur mikinn áhuga á Cecilíu, rétt eins og Real Madrid á Spáni og ensku félögin Chelsea og Manchester United.