Samtök íþróttafréttamanna afhenda í kvöld viðurkenninguna Íþróttamaður ársins í 69. skipti í árlegu hófi samtakanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem haldið er í Hörpu í Reykjavík að þessu sinni
Sigursælir Tveir af fremstu íþróttamönnum Íslandssögunnar sem báðir fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins og Ólafur Stefánsson fjórum sinnum.
Sigursælir Tveir af fremstu íþróttamönnum Íslandssögunnar sem báðir fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins og Ólafur Stefánsson fjórum sinnum. — Morgunblaðið/Golli

Íþróttamaður ársins

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Samtök íþróttafréttamanna afhenda í kvöld viðurkenninguna Íþróttamaður ársins í 69. skipti í árlegu hófi samtakanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem haldið er í Hörpu í Reykjavík að þessu sinni.

Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu samfleytt frá árinu 1956 og alls hafa 46 íþróttamenn, 39 karlar og 7 konur, fengið viðurkenninguna. Í heildina hafa karlar unnið í 60 skipti en konur í átta skipti. Kosningarétt hafa meðlimir samtakanna, íþróttafréttamenn í fullu starfi hjá fjölmiðlum landsins, en þeir eru 26 talsins í dag.

Líkurnar á því að nýtt nafn verði letrað á verðlaunagripinn fyrir árið 2024 eru nokkrar, því níu af þeim tíu sem ljóst er að urðu í efstu sætunum í kjörinu hafa

...