Í janúar 2008 hreifst Guðmundur af möguleikum raddgreiningar í farsíma og þótt ýmsir innan Google hafi dregið í efa að hægt væri að koma henni á koppinn hélt hann sínu striki. Tilgangurinn helgar meðalið Tíminn í kringum jólin er kallaður…
Gummi Guðmundur Hafsteinsson starfaði lengi hjá tæknirisanum Google. Snorri Másson skráði sögu hans.
Gummi Guðmundur Hafsteinsson starfaði lengi hjá tæknirisanum Google. Snorri Másson skráði sögu hans. — Morgunblaðið/Eggert

Í janúar 2008 hreifst Guðmundur af möguleikum raddgreiningar í farsíma og þótt ýmsir innan Google hafi dregið í efa að hægt væri að koma henni á koppinn hélt hann sínu striki.

Tilgangurinn helgar meðalið

Tíminn í kringum jólin er kallaður „holiday freeze“ í fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Þá er fólk í fríi og markaðir hegða sér ekki með hefðbundnum hætti. Ég óttaðist hátíðarfrostið eins og pestina, að það kæmi í veg fyrir að við kæmum forritinu út fyrir áramót. Þess vegna brá ég á það ráð að koma þeim kvitti á kreik innan teymisins að mikil pressa hefði komið frá toppum fyrirtækisins um að koma þessu út fyrir jól. Með þessu vildi ég hvetja fólk til dáða á lokametrunum.

Ég hafði þó ekki hugsað þessa vafasömu brellu alveg til enda. Í fyrsta lagi voru Sergey Brin og Larry Page

...