— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri var loks­ins opnað á laugardagsmorg­un, í fyrsta skipti í vet­ur, við mik­inn fögnuð skíðafólks fyr­ir norðan. Ekki hef­ur verið hægt að opna skíðasvæðið fyrr vegna snjó­leys­is, en svæðinu er nán­ast að fullu haldið gang­andi með snjó­fram­leiðslu.

Brynj­ar Helgi Ásgeirs­son for­stöðumaður Hlíðarfjalls seg­ir aðsóknina hafa farið vel af stað og tel­ur um 1.100-1.200 gest­i hafa verið á skíðasvæðinu á laugardag, sem telj­ist nokkuð gott.

„Við höf­um bara verið að fram­leiða snjó og fólk hef­ur verið að bíða spennt. Venju­lega náum við að opna fyrst af skíðasvæðunum, eða með þeim fyrstu, en þetta hef­ur verið pínu spes vet­ur fram að þessu,“ seg­ir Brynj­ar.