Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti 19 manns á laugardaginn hina bandarísku forsetaorðu frelsisins, en það er æðsta heiðursorða sem óbreyttir borgarar í Bandaríkjunum geta hlotið. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Hillary Clinton, líffræðingurinn…
— AFP/Chris Kleponis

Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti 19 manns á laugardaginn hina bandarísku forsetaorðu frelsisins, en það er æðsta heiðursorða sem óbreyttir borgarar í Bandaríkjunum geta hlotið.

Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Hillary Clinton, líffræðingurinn Jane Goodall, körfuknattleiksmaðurinn Earvin „Magic“ Johnson og leikarinn Denzel Washington.

Leikarinn Michael J. Fox var einnig á meðal þeirra sem hlutu orðuna, en hann fékk hana fyrir áralanga baráttu sína í þágu þeirra sem þjást af parkinsonsveiki. Fox var sjálfur greindur með sjúkdóminn árið 1998.

Þá fengu stjórnmálamennirnir George Romney, faðir Mitts, og Robert F. Kennedy, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, orðuna að sér gengnum.