Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar er að efna til samráðs við almenning um aðhald í ríkisrekstri undir yfirskriftinni „Verum hagsýn í rekstri ríkisins“. Þetta er svo sem ekki nýtt, Miðflokkurinn kallaði eftir reynslusögum af…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar er að efna til samráðs við almenning um aðhald í ríkisrekstri undir yfirskriftinni „Verum hagsýn í rekstri ríkisins“.

Þetta er svo sem ekki nýtt, Miðflokkurinn kallaði eftir reynslusögum af bákninu á fyrsta kjörtímabili sínu á þingi, skömmu áður en covid-faraldurinn gekk í garð og stjórnmálunum var kippt úr sambandi og stöku þingmenn hafa viðhaft svipaða nálgun af og til.

Það kemur vonandi eitthvað gott út úr þessu, en líkurnar á því hefðu aukist ef stjórnarflokkarnir hefðu lagt einhverjar línur sjálfir. Hvað er ríkisstjórnin að hugsa í þessum efnum? Hvert er planið? Almenningur á engan möguleika á að kafa ofan í ranghala þeirrar óráðsíu og sóunar sem víða hefur grafið um sig hjá hinu opinbera.

Þess vegna er hætt við að þetta verði yfirborðskenndara en

...

Höfundur: Bergþór Ólason