Kim Jong-un
Kim Jong-un

Kim Jong-un
leiðtogi Norður-Kóreu hefur bannað landsmönnum að borða pylsur þar sem hann telur skyndibitann of vestrænan, að því er breski miðillinn Sun greinir frá. Að sögn miðilsins telst það nú til föðurlandssvika að reiða fram pylsur.

Budae-jjigae nefnist vinsæll núðluréttur sem inniheldur pylsur og var sú matarhefð innflutt frá Suður-Kóreu. Sun hefur eftir núðlusala í Ryanggang-héraði að lögreglan í landinu hyggist nú loka öllum veitingastöðum sem gerast uppvísir að því að selja réttinn.

Auk þessa greinir fréttaveitan RFA frá því að nú sé ólöglegt fyrir hjón að skilja þar sem það þyki „andsósíalískt“. Hjón gætu þurft að sæta sex mánaða vist í þrælabúðum fyrir skilnaðinn.