Guðni Ágústsson
Jólagjöfin var ný ríkisstjórn með fyrirheitum um betri tíð með blóm í haga. Hér skal nýrri ríkisstjórn óskað gæfu og gengis í erfiðum störfum á fallvöltum stólum ráðherranna. Kosningaúrslitin báru þess merki að fólkið kaus eins og það byggi í versta efnahagslega ríki veraldar, byltingarkennd úrslit og nýr veruleiki fram undan. Fyrirsagnir í áramótagreinum foringjanna og ekki síður efnislegur boðskapur þeirra við þessi tímamót vöktu athygli mína. Fyrirsagnir greinanna eru þessar: Á tímamótum – Grunnur hefur verið lagður fyrir góða framtíð – Frelsið er ekki sjálfgefið – Við áramót – Við göngum mót hækkandi sól – Höfum við næga trú á Íslandi?
Hver og einn verður svo að meta boðskapinn í greinunum og það sem nú blasir við eftir kosningarnar í samhengi við ástand heimsmálanna. Aðeins tveir af þessum sex
...