Frelsi einstaklingsins og sjálfstæð hugsun krefjast rýmis til að ígrunda og efast.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Heimurinn virðist sífellt áttavilltari. Alþjóðleg spenna magnast, tækni – einkum gervigreind – þróast með ógnarhraða og samkennd virðist fjara út í skugga samfélagsmiðla. Undanfarið hef ég aðeins kafað ofan í sögulegar heimildir um hörmungar síðustu aldar, sérstaklega í tengslum við fyrri og síðari heimsstyrjöldina. Þessar hugleiðingar hafa dýpkað áhyggjur mínar af því hvert mannkynið stefnir.

Ég tel mig frjálslyndan í hjarta og hneigist að norræna félagslega módelinu, sem byggist á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og samfélagslegrar ábyrgðar. Með tímanum hef ég þó orðið íhaldssamari í afstöðu minni til menningarlegra gilda og mikilvægis sameiginlegra viðmiða. Það verður sífellt ljósara að samfélög dafna þegar þau eru byggð á skýrri sýn á tilgang, ábyrgð og siðferðislegan

...