Liverpool og Manchester United skiptu með sér stigunum er þau mættust í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í gærkvöldi. Urðu lokatölur í fjörugum leik 2:2. Liverpool er því enn með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða á Arsenal í öðru sæti. United er í 13. sæti með 23 stig. Arsenal tapaði stigum er liðið mætti Brighton á útivelli á laugardag. Urðu lokatölur 1:1. » 26