Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings ehf., styrkti í október síðastliðnum Tulsi Chanrai Foundation, augnlækningaspítala í Calabar í Nígeríu, um 15.000 dali en upphæðin samsvarar um 25.000.000 nígerískum nærum

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings ehf., styrkti í október síðastliðnum Tulsi Chanrai Foundation, augnlækningaspítala í Calabar í Nígeríu, um 15.000 dali en upphæðin samsvarar um 25.000.000 nígerískum nærum.

Afþakkaði afmælisgjafir

Í samtali við Morgunblaðið segir Guðni upphæðina hafa verið afrakstur afmælisgjafa sem honum voru færðar í tilefni sjötugsafmælis síns þann 31. ágúst síðastliðinn. Hann hafi afþakkað allar afmælisgjafir en bent vinum sínum og vandamönnum á reikning sem hægt væri að leggja inn á ef fólk hefði áhuga.

Hann hafi sjálfur ætlað að styrkja 100 aðgerðir í tilefni stórafmælisins en samanlagt fjármögnuðu afmælisgjafirnar og hans eigið framlag

...