Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í Kringluna en þar byrjuðu útsölur 2. janúar og standa út mánuðinn. Í samtali við Morgunblaðið segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar að mjög mikil aðsókn hafi verið í verslunarmiðstöðina í…
Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í Kringluna en þar byrjuðu útsölur 2. janúar og standa út mánuðinn.
Í samtali við Morgunblaðið segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar að mjög mikil aðsókn hafi verið í verslunarmiðstöðina í fyrradag en hún sé ekki komin með tölur yfir fjölda gesta í gær. Hún upplýsir þó að aðsóknin fyrstu dagana í janúar sé vel yfir meðallagi.
„Það virðist vera að fólk sé að kynna sér útsölurnar og gera góð kaup. Veturinn er náttúrulega skollinn á af þunga og margir að skoða kuldafötin og -skóna,“ segir Baldvina.
Er janúar sá mánuður á árinu þar sem mest er að gera?
„Allavega framan af janúar er rosalega mikið að gera.“
...