Við tunglið höfum lengi átt í vinsamlegu sambandi. Ég er fæddur og uppalinn í sveit þar sem karlinn í tunglinu þurfti ekki að keppa við götuljós eða aðra lýsingu og gat því á vetrarkvöldum varpað stoltur fölbláu ljósi á snjóinn sem þakti túnin og heiðina fyrir ofan bæinn
Mánaskin Tunglið varpar blárri birtu á fjöll.
Mánaskin Tunglið varpar blárri birtu á fjöll. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðmundur Sv. Hermannsson

Við tunglið höfum lengi átt í vinsamlegu sambandi. Ég er fæddur og uppalinn í sveit þar sem karlinn í tunglinu þurfti ekki að keppa við götuljós eða aðra lýsingu og gat því á vetrarkvöldum varpað stoltur fölbláu ljósi á snjóinn sem þakti túnin og heiðina fyrir ofan bæinn.

Sem barn gat ég stundum gleymt mér við að horfa á tunglið og reyna að sjá dularfullu mannsmyndina sem þar átti að leynast. Það var hins vegar fljótlega tekið fyrir þá skemmtun þegar farið var að senda geimför til tunglsins og myndir birtust sem sýndu ekkert annað en gíga og eyðimerkur.

Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvers vegna ég er að fjalla um mánann í ljósvakapistli en ástæðan er sú að í dag er þrettándinn og ég hef alltaf tengt þann dag sérstaklega

...