Justin Trudeau
Justin Trudeau

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur sagt af sér formennsku Frjálslynda flokksins. Þá ætlar hann að segja af sér sem forsætisráðherra eftir að flokkurinn hefur valið sér nýjan leiðtoga. Greindi hann frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í gær en styr hefur staðið um Trudeau að undanförnu. Trudeau hefur óskað eftir því að hlé verði gert á þingi fram til 24. mars.

Kanadíski miðillinn Globe and Mail greindi frá því í gærmorgun að afsögn forsætisráðherrans væri yfirvofandi og líklegt þætti að hann myndi segja af sér fyrir landsfund Frjálslynda flokksins, sem fer fram á morgun. Að minnsta kosti sjö þingmenn í flokki forsætisráðherrans fyrrverandi höfðu hvatt Trudeau til að segja af sér embætti opinberlega.

Trudeau hefur hrunið í vinsældum meðal kanadísku þjóðarinnar og gefa niðurstöður skoðanakannana til kynna að flokkur hans muni tapa verulegu fylgi í

...