Kristín Jóna Sigurjónsdóttir fæddist á Ísafirði 24. maí 1929. Hún lést á Grund í Reykjavík 15. desember 2024.
Kristín var dóttir hjónanna Sigurjóns Sigurbjörnssonar, f. 6. febrúar 1898, d. 23. nóvember 1982, og Guðrúnar Einarsdóttur f. 14. september 1891, d. 2. apríl 1976. Bræður hennar voru Einar Hilmar Filipp, f. 30. ágúst 1926, d. 22. júní 2002, og Kristján Elías, fæddur 1932, dó í frumbernsku. Uppeldissystir þeirra var Svanhildur Snæbjörnsdóttir, f. 30. nóvember 1922, d. 10. nóvember 2011. Þau voru systkinabörn en Snæbjörn var móðurbróðir þeirra systkina.
Kristín ólst upp í föðurgarði á Ísafirði og gekk þar í skóla þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og hún hóf störf hjá Landssíma Íslands sem símamær. Því starfi gegndi hún þar til henni bauðst starf hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar en seinni hluta starfsævi sinnar starfaði hún
...