Kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins 2024 sem var kunngjört í Hörpu á laugardagskvöld. Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir bar sigur úr býtum og ólympíska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í þriðja sæti í kjörinu
Kraftlyftingar
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins 2024 sem var kunngjört í Hörpu á laugardagskvöld. Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir bar sigur úr býtum og ólympíska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í þriðja sæti í kjörinu.
Árangur Sóleyjar Margrétar á árinu var stórbrotinn. Hún varð bæði heimsmeistari og Evrópumeistari í +84 kg flokki í fullorðinsflokki, auk þess að setja heimsmet í unglingaflokki, 23 ára og yngri. Sóley Margrét er einmitt 23 ára gömul, verður 24 ára í júní, og var því að ljúka sínu síðasta tímabili þar sem hún var gjaldgeng til unglingameta.
Hún varð fyrsti íslenski heimsmeistarinn
...