Óróapúls í eldstöðvakerfi Ljósufalla verður á dagskrá fundar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar á fimmtudag. Björn H. Hilmarsson forseti bæjarstjórnar staðfestir það í samtali við Morgunblaðið. Jarðskjálftar hafa verið tíðir við Grjótárvatn í…
Órói Jarðskjálftar hafa verið tíðir í kerfinu undanfarnar tvær vikur.
Órói Jarðskjálftar hafa verið tíðir í kerfinu undanfarnar tvær vikur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Óróapúls í eldstöðvakerfi Ljósufalla verður á dagskrá fundar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar á fimmtudag. Björn H. Hilmarsson forseti bæjarstjórnar staðfestir það í samtali við Morgunblaðið.

Jarðskjálftar hafa verið tíðir við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu undanfarnar tvær vikur og kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítardal á fimmtudag. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir slíkan óróapúls eða -hviðu skýrt merki um kviku að koma sér

...