Séra Hjálmar Jónsson sendi Júlíusi Sólnes heillaskeyti á nýársdag: Ennþá, vinur, ertu fitt öðrum mönnum fremur. Fyrir magnað framlag þitt fálkaorðan kemur. Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti um áramótin: Því valdið gæti veðurlag ef…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Séra Hjálmar Jónsson sendi Júlíusi Sólnes heillaskeyti á nýársdag:
Ennþá, vinur, ertu fitt
öðrum mönnum fremur.
Fyrir magnað framlag þitt
fálkaorðan kemur.
Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti um áramótin:
Því valdið gæti veðurlag
ef vel er rýnt í skeytin
að gaddurinn frá gamlársdag
geymi nýársheitin.
Sá kunni skagfirski hestamaður Guðmundur Sveinsson
...