Spyrja þarf gagnrýninna spurninga um þá ofurskattlagningu sem verið er að leggja á heilbrigðisstéttir og fyrirtæki þeirra að nauðsynjalausu.
Stefán E. Matthíasson
Stefán E. Matthíasson

Stefán E. Matthíasson

Sjúklingatrygging er trygging sem heilbrigðisstarfsfólki er skylt að hafa samkvæmt lögum. Hún á að tryggja sjúklinga sem verða fyrir tjóni í heilbrigðisþjónustu sem m.a. er ekki rakið til gáleysis eða vanmeðferðar eða hreinna mistaka ef við á. Að auki er skylt að hafa starfsábyrgðartryggingu. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar sjálfstætt hefur hingað til keypt báðar þessar tryggingar hjá tryggingafélögum á markaði gegn hóflegu gjaldi.

Með nýjum lögum um sjúklingatryggingu nr. 47/2024, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, mun sjúklingatryggingin færast til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Því mun heilbrigðisstarfsfólk sem starfar sjálfstætt og hefur áður keypt sjúklingatryggingu hjá vátryggingafélögum á almennum markaði vera með tryggingu hjá SÍ. Hins vegar mun því áfram vera skylt að kaupa starfsábyrgðartrygginguna

...