Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Isavia innanlandsflugvellir ehf. fá starfsleyfi fyrir Reykjavíkurflugvöll til næstu átta ára eða til ársloka 2032. Þetta er niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa sl. haust var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Isavia innanlandsflugvalla ehf. um endurnýjun á starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar fyrir mengandi starfsemi, þ.e. rekstri flugvallar, bifreiða- og vélaverkstæðis og olíugeymis til eigin nota.
Óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og um gildistíma starfsleyfis en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur alla jafna út starfsleyfi til 12
...