Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Múfasa, Simbi, Skari, Kíara og Nala eru persónur sem margir kannast við úr kvikmyndinni Konungur ljónanna eða The Lion King sem kom út árið 1994. Í kjölfar hennar hafa svo hinar ýmsu myndir um þessar þekktu Disney-persónur verið gefnar út en í desember var sú nýjasta frumsýnd, Mufasa: The Lion King, í leikstjórn Barrys Jenkins, með frumsömdum lögum eftir Lin-Manuel Miranda. Í tilefni af frumsýningunni bauðst Morgunblaðinu aðgangur að blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum með þeim tveimur ásamt nokkrum af stjörnum myndarinnar, það er þeim sem ljá nokkrum af aðalpersónunum raddir sínar; Aaron Pierre (Múfasa), Kelvin Harrison Jr. (Taka), Tiffany Boone (Sarabía), Seth Rogen (Púmba) og Billy Eichner (Tímon). Fór fundurinn þannig fram að Nzinga Blake, frá sjónvarpsstöðinni ABC, stýrði fundinum og sá um að bera upp
...