Við eigum landið í skilningi þess að það sé þegið að láni.
Örn Bárður Jónsson
Örn Bárður Jónsson

Örn Bárður Jónsson

Yfirskrift þessa greinarkorns kallast á við frekjustefið: „Ég á 'etta, ég má 'etta.“

Formaður Sjálfstæðisflokksins klifaði á því með miklum þjósti í Kryddsíldinni 2024 hvort meðlimir nýju ríkisstjórnarinnar ætluðu virkilega að voga sér að setja tímatakmörk á samninga um aðgengi að fiskimiðunum.

Honum var svarað með því að hann hefði nú sjálfur veitt Hval hf. leyfi til hvalveiða til fimm ára. Hann brást strax við með því að segja að þeim samningi væri ætlað að framlengjast sjálfkrafa! Já, svona selja menn auðlindir til einkavina og til ævarandi eignar.

Hver á landið og miðin?

Nýkrýndur konungur Danmerkur, Friðrik X., hélt sitt fyrsta áramótaávarp á gamlársdag. Hann sagði þar meðal

...