Magnús Kristjánsson fæddist í Reykjavík 7. janúar 1975 og fagnar því 50 ára afmæli sínu í dag. Magnús bjó fyrstu þrjú árin á Tómasarhaga í Reykjavík, á meðan foreldrar hans byggðu sér hús í Garðabæ þangað sem fjölskyldan hugðist flytja.
„En þá var skyndilega tekin ný stefna þegar föður mínum bauðst spennandi starf á Ísafirði. Í minningunni var fjölskyldan skyndilega drifin út í bíl og brunað beint af stað vestur á firði. Okkar fyrra heimili var á Hlíðarveginum en þegar ég var sex ára fluttum við á Seljalandsveg og þar bjó ég þar til ég fluttist á höfuðborgarsvæðið til náms og vinnu. Að fá að alast upp á Ísafirði voru forréttindi enda hefur bærinn upp á margt að bjóða fyrir börn og unglinga. Þar kynntist ég skíðaíþróttinni sem átti hug minn og hjarta öll æskuárin og varði ég öllum mínum frístundum í fjallinu þegar veður og færi leyfðu.“
...