Mexíkóski glæpasöngleikurinn Emilia Pérez kom, sá og sigraði á Golden Globe-verðlaunahátíðinni 2025, sem fram fór í fyrradag, en kvikmyndin hlaut samtals fern verðlaun; sem besta myndin í flokki gamanmynda og söngleikja, besta myndin á tungumáli öðru en ensku og fyrir besta lagið. Þá fékk Zoe Saldana verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. BBC greinir frá. Myndin segir frá lögfræðingnum Ritu sem aðstoðar háttsettan glæpaforingja við að undirgangast kynskipti. Handritshöfundur og leikstjóri er Jacques Audiard. Með önnur hlutverk fara meðal annars þær Karla Sofía Gascón og Selena Gomez.
Þá var kvikmyndin The Brutalist einnig sigursæl á hátíðinni en hún vann til þrennra verðlauna, meðal annars sem besta kvikmynd í dramaflokki og fyrir bestu leikstjórnina, sem var í höndum Bradys Corbet. Þá var
...