Tímamót Bjarni hefur setið á þingi frá árinu 2003 og segir þingsetuna lengri en hann hafði búist við. Nú sé loks kominn tími til að breyta til.
Tímamót Bjarni hefur setið á þingi frá árinu 2003 og segir þingsetuna lengri en hann hafði búist við. Nú sé loks kominn tími til að breyta til. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt ætli hann að segja af sér þingmennsku.

Tíðindin tilkynnti Bjarni samflokksmönnum sínum á þingflokksfundi í gær og birti Facebook-færslu á sama tíma til að opinbera fregnirnar. Komu þær mönnum mismikið á óvart þótt vitað væri að formaðurinn hefði ekki gert upp hug sinn um hvort hann hygðist gefa kost á sér til formennsku að nýju.

Jón Gunnarsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, tekur sæti á Alþingi þegar Bjarni afsalar sér þingmennsku.

Síðustu pólitísku skrefin

Í færslunni rifjar Bjarni upp að hann hafi setið á þingi frá árinu 2003, eða frá því að hann var 33 ára. Nú í janúar verði hann

...