Jóhann Rúnar Björgvinsson
Er innbyggður verðbólguhvati í krónuhagkerfinu vegna smæðar hagkerfisins, fákeppni, samráðs, skorts á samkeppni og framboðsstýringu? Getur verið að meginhagstjórnin sé í raun í höndum atvinnurekenda með óbeinni stýringu á kaupmætti launa frá degi til dags eða með skiptingu þjóðarkökunnar milli hagnaðar og launa?
Áhugavert er að bera saman þróun launa- og neysluverðsvísitölu til að sjá hvort krónuhagkerfið sé hliðhollara atvinnurekendum en launþegum í ljósi þess að launabreytingar eiga sér stað í samningum og á ákveðnum tímapunktum en neysluverð breytist að vild atvinnurekenda. Í krónuhagkerfi hafa atvinnurekendur möguleika á að rýra kaupmátt launa strax að loknum launasamningum eða þar til kaupmáttarskerðingin leiðréttist að hluta á ný með umsömdum launabreytingum.
...