Þegar þessi ljósvakapistill birtist verður komið nýtt ár, 2025, en hann var skrifaður í fyrra, 30. desember 2024. Nú hafa því allir myndað sér skoðun á áramótaskaupinu, vinsælasta sjónvarpsþætti Íslands fyrr og síðar
Sprell Laddi með Bjarna Fel í skaupinu '85.
Sprell Laddi með Bjarna Fel í skaupinu '85.

Helgi Snær Sigurðsson

Þegar þessi ljósvakapistill birtist verður komið nýtt ár, 2025, en hann var skrifaður í fyrra, 30. desember 2024. Nú hafa því allir myndað sér skoðun á áramótaskaupinu, vinsælasta sjónvarpsþætti Íslands fyrr og síðar. Aðrar eins kröfur um gæði og fyndni eru aðeins gerðar í árslok og hefur svo verið allt frá árinu 1966. Mig grunar að enginn hafi húmor lengur fyrir skaupi þess árs og alls ekki þeir sem yngri eru. Gamla fólkið vill grín á kostnað stjórnmálamanna en yngra fólkinu er eðlilega alveg sama um þá. Er ekki enda nóg að fylgjast með pólítíkusum alla aðra daga ársins? Svarið er líklega nei því skaupið á víst að ná til sem flestra, ungra sem aldinna. Það verður að vera fjölbreytt, allt frá prumpugríni yfir í eftirhermur. Það er líka hægt að sleppa því að horfa á skaupið, það ber engum skylda til þess að horfa.

...