Líf Ólafíu skilur eftir sig ljós og arfleifð enn þann dag í dag, enduróm frá kærleiksgeisla frelsarans.
Konan með ljósið Ólafía Jóhannsdóttir.
Konan með ljósið Ólafía Jóhannsdóttir.

Sólveig Katrín Jónsdóttir

Ólafía Jóhannsdóttir átti stórmerkilega ævi sem gaf ríkulegan ávöxt, ekki í veraldlegum skilningi heldur andlegum. Eitt hundrað árum eftir að hún kvaddi þessa jarðvist prýðir stytta af henni miðbæ Óslóar, og hefur gert í þó nokkur ár, og þar að auki er gatan „Olafiagangen“ nefnd í höfuðið á henni. Sú sama stytta er fyrir framan hátíðarsal Háskóla Íslands og á fæðingarstað hennar á Mosfelli. Hvað er svona merkilegt við líf og starf Ólafíu, íslensku konunnar sem hefur m.a. verið nefnd Móðir Teresa norðursins, konan með ljósið og boðberi kærleikans?

Uppvöxtur og ævi

Ólafía Jóhannsdóttir fæddist 22. október 1863 á prestssetrinu Mosfelli í Mosfellsdal. Hún var dóttir hjónanna séra Jóhanns Benediktssonar og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Ólafía var gáfuð og vel lesin og fór í Kvennaskólann og

...